Sameiginlegt vinnusvæði hentar sérlega vel til að tryggja sveigjanleika og hagkvæmni, óháð stærð eða starfsemi fyrirtækisins. Þessi sveigjanlega vinnusvæðalausn gerir þér kleift að leigja skrifborð á samnýttri skrifstofu þar sem öll aðstaða og húsgögn eru innifalin í verðinu.
Á samnýttum skrifstofum er yfirleitt hægt að velja úr tveimur valkostum: frátekið skrifborð sem gerir þér kleift að festa þér svæði innan viðskiptamiðstöðvarinnar, eða samnýtt skrifborð. Kostir þess að velja samnýtt skrifborð eru meðal annars þeir að hægt er að leigja skrifborð stutta stund í senn og vinna á ýmsum stöðum. Lítið umstang og lágmarks skuldbinding gera það að verkum að þú heldur kostnaði við vinnusvæðið í lágmarki og gefur þér tækifæri á auknum sveigjanlega í starfi.
Færðu þig yfir á sameiginlegt vinnusvæði til að auka afköstin, bæta sköpunargáfuna og kynnast fleira fólki. Við bjóðum upp á þúsundir samnýttra vinnusvæða um allan heim til að þú getir leigt þér skrifborð á frábærum stöðum hvar og hvenær sem er.
Stækkaðu við þig eftir því sem fjölgar í starfsliðinu með því að bæta við fleiri samnýttum skrifborðum. Hvort sem þú ert að ráða nýtt starfsfólk eða skoða ný svæði til að færa út kvíarnar á getur þú brugðist hratt við breytingum með samnýttum skrifstofum.
Komdu nýja fyrirtækinu fljótt í gang, skapaðu ný viðskiptatengsl og njóttu þess að vera í eflandi og áhugaverðu umhverfi sem hentar sprotafyrirtækjum vel. Tækifærin eru endalaus á sameiginlegum vinnusvæðum.
Taktu á móti verkefnateymum, starfsfólki frá öðrum starfsstöðvum og ráðgjöfum í faglegu umhverfi. Hjá Easy Offices finnur þú hagkvæm sameiginleg vinnusvæði fyrir lausráðið og fastráðið starfsfólk á yfir 3000 stöðum.
Sameiginlegum vinnusvæðum á samnýttum skrifstofum fylgir yfirleitt fjölbreytt aðstaða. Til viðbótar við skrifborð og síma er háhraða WiFi-nettenging og höfuðtól oft til staðar.
Aðstaða í hverri viðskiptamiðstöð er misjöfn en hugsanlega færð þú aðgang að setustofum og sameiginlegu eldhúsi, og ef starfsfólk í móttöku er til staðar er það reiðubúið til að aðstoða við umsýslu, svo sem ljósritun og skönnun. Ef þú hefur áhuga á tengslamyndun munt þú njóta góðs af tengslamyndunarviðburðunum sem samnýttu skrifstofurnar standa fyrir, þar sem þú getur kynnst fleira fagfólki og byggt upp orðspor fyrirtækisins.
Hjá Easy Offices er auðvelt að finna fjölbreytt úrval sameiginlegra vinnusvæða. Þú hefur val um að taka frá skrifborð eða nota samnýtt skrifborð á yfir 3000 stöðum um allan heim og finna þannig svæði sem hentar þínum þörfum um leið og þú bregst við kröfum fyrirtækisins.
Skrifaðu póstnúmerið þitt í leitarreitinn hér fyrir neðan og finndu þannig vinnusvæði til leigu nálægt þér. Þú getur einnig hringt í teymið okkar og beðið þau að bera saman bestu kjörin fyrir sameiginleg vinnusvæði fyrir þig.