Láttu til þín taka í Reykjavík, höfuðborg og stærstu borg Íslands. Tryggðu þér sveigjanlegt skrifstofurými við Kirkjusand og njóttu þess að horfa yfir Faxaflóann fagra. Aðgengi að þessari glæsilegu skrifstofubyggingu í hjarta viðskiptahverfis borgarinnar er eins og best verður á kosið – Reykjanesbrautin er í aðeins mínútu fjarlægð frá bílastæðunum við húsið. Svo er hægt að vera umhverfisvænn og taka strætó frá Lækjartorgi að stoppistöðinni beint fyrir utan skrifstofuna. Á Kirkjusandi finnur þú allt sem þú þarft, hvort sem þú ert einyrki í leit að einkaskrifstofu eða hluti af hóp í leit að opnu samstarfsrými.
Vörumerkið þitt nýtur góðs af því þegar starfsfólk okkar tekur á móti viðskiptavinum þínum og leiðir þá inn á haganlega hannað sameiginlega vinnusvæðið okkar með útsýni yfir Snæfellsjökul og Reykjavíkurhöfn. Þú getur einbeitt þér að vinnunni og gefið sköpunargáfunni lausan tauminn, þökk sé þægilegum vinnuhúsgögnum, afslappandi vinnustofusvæðum og fullbúnum eldhúsum. Gakktu frá viðskiptum að loknum vel heppnuðum fundi í einum af glæsilegu fundarherbergjunum okkar eða myndaðu sambönd við hugvitssama heimamenn í Hörpu, sem er í aðeins fjögurra mínútna akstursfjarlægð. Eftir vel heppnaða vinnuviku er svo hægt að kanna veitingastaði og kaffihús í nágrenninu og gæða sér á ósviknu íslensku góðgæti.